Innlent

Byrjað að lengja flugbraut á Akureyrarflugvelli fljótlega

Kristján L. Möller samgönguráðherra undirritaði í gær samning við Ístak vegna jarðvegsvinnu við lengingu flugbrautar á Akureyrarflugvelli. Áætlað er að framkvæmdir hefjist fljótlega eftir því sem segir í tilkynningu frá Flugstoðum.

Flugbrautin verður lengd um 460 metra til suðurs og verður við lok breytinga 2400 metrar. Þá verður einnig gert flughlað norðan flugstöðvarbyggingar.

Samkvæmt samningnum á jarðvegsvinnu að vera lokið eftir ár en malbikun vallarins var boðin út sérstaklega. Eitt tilboð barst, frá fyrirtækinu Hlaðbæ-Colas í Hafnarfirði. Viðræður við fyrirtækið hefjast fljótlega en áætlun gerir ráð fyrir að vinnu við flugbraut verði lokið í september á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×