Innlent

Fjórtán kílómetra löng sprunga

Jarðskjálftasprungan, þar sem stóri Suðurlandsskjálftinn varð í síðustu viku, er nú talin fjórtán kílómetra löng og mun lengri en vísindamenn höfðu áður talið að slík misgengi gætu orðið. Mörg samverkandi öfl eru talin skýra óvenjumiklar sprungumyndanir í fjöllunum ofan Hveragerðis.

Stærstu sprungurnar í Reykjafjalli ofan Hveragerðis eru yfir þriggja metra víðar en þegar vísinadmenn rannsökuðu þær í gær sást að þær eru margbrotnar að gerð og lögun.

Einnig virðast bylgjuhreyfingar þarna hafa magnast upp vegna landslags.

Jarðskjálftasprungan nær langt norður upp í fjöllin ofan Hveragerðis og teygir sig suður um Ölfus og langleiðina niður til Eyrarbakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×