Innlent

Flugfargjöld gætu hækkað vegna mengunarkvóta

Kristján Möller
Kristján Möller

Væntanlegar reglur Evrópusambandsins um mengunarkvóta á flugvélar yrðu mun meira efnahagslegt högg fyrir Íslendinga en aðrar Evrópuþjóðir segir samgönguráðherra. Reglurnar gætu leitt til hækkunar á flugfargjöldum og almennu vöruverði.

Árið 2012 verður flugrekstur færður undir tilskipun Evrópusambandsins um mengunarkvóta vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda, með það að markmiði að draga úr útblæstrinum og hvetja til meiri notkunar lesta en flugvéla.

Flugið skiptir Íslendinga miklu máli sem eyþjóðar en í hádegisviðtalinu í dag sagði Gunnlaugur Stefánsson formaður Flugráðs, að árið 2005 hefði útblástur frá íslenska flugflotanum verið á við 14 álver í Straumsvík. En stýrihópur sem hann fór með formennsku í skilaði samgönguráðherra áfangaskýrslu um áhrif ákvörðunar Evrópusambandsins í morgun.

Áætlað er að fargöld myndu að óbreyttu hækka um nokkur hundruð krónur í innanlandsflugi og einhver þúsundir króna í millilandaflugi við breytingarnar.

Kristján Möller samgönguráðherra segir að staða Íslands hefði verið betri ef Ísland hefði verið aðilar að Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×