Innlent

Riðuveikin mikið áfall

SB skrifar
Riða kom upp á Brautarholti.
Riða kom upp á Brautarholti.

"Að sjálfsögðu er þetta áfall," segir Ásgeir Sverrisson bóndi á Brautarholti í Hrútafirðinum. Riða kom upp á bænum og verður 300 kindum þess vegan slátrað. Ásgeir segir mikilvægt að sýni verði tekin úr dauðum kindum til að sjá hvort smitið hafi breiðst út.

"Við erum að pressa á að sýni verði tekin úr kindunum þannig að við sjáum hvort um einangrað tilvik hafi verið að ræða eða ekki," segir Ásgeirs. Hann segir hins vegar vísindamannana og ríkisins að ákvarða hvort farið verði í þá aðgerð. Allt snúist um peninga.

Riðan fannst í kind sem hafði hegðað sér undarlega og óskaði Ásgeir eftir því að hún yrði skoðuð. Til að greina riðu þarf að taka sýni úr dauðum kindum og þegar kindin drapst kom í ljós að hún var sýkt af riðu. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir sagði í fréttum í gær að þetta afbrigði af riðu hefði tvisvar greinst á Íslandi, í báðum tilvikum á Suðurlandi.

"Þetta hefur verið hreint hólf hér og því er þetta enn meira sjokk," segir Ásgeir en landinu er skipt upp í sérstök sóttvarnarhólf. Hólfið sem Brautarholt tilheyrir nær frá Miðfjarðará vestur fyrir Hrútafjörð.

Af viðtalinu við Ásgeir að dæma er uppgjöf þó ekki valkostur þó áfallið sé mikið. Lífið heldur áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×