Innlent

Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Kirkjuveg í Keflavík

Mynd: Andri Örn
Mynd: Andri Örn

Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Kirkjuveg í Keflavík upp úr klukkan fimm í nótt. Húsið er tvær hæðri og ris og var eldurinn í risinu.

Íbúar komust allir óskaddaðir út og réði slökkviliðið niðurlögum eldsins á skammri stundu. Síðan tók við reykræsting. Eldsupptök eru ókunn.

Þá kom upp eldur í þaki skemmu við gömlu loðnubræðsluna í Sandgerði í gærkvöldi. Eftir að slökkviliðið hafði lokið sér af á vettvangi, gaus eldurinn upp aftur, og þurfti það aftur að slökkva hann. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×