Innlent

Lögreglan smalar hrossum við Smáralind

Lögreglan í Reykjavík er nú að fást við lausagöngu hrossa við Smáralind í Kópavogi.

Fimm hross eru þar hlaupandi um en talið er að þau hafi sloppið úr girðingu við hesthús Gusts.

Að sögn lögreglunnar koma tilfelli sem þessi af og tl upp innan borgarmarkanna. Af þeim sökum hefur lögreglan sérstakan mann á sínum snærum sem sinnir þessum vandamálum og kemur hestunum til eigenda sinna á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×