Erlent

Telja sig geta selt kuldann á Grænlandi

Grænlenska símafélagið Tele Greenland telur að það geti selt kuldann á Grænlandi til tölvufyrirtækja víða um heim.

Það er þekkt staðreynd að mikill hiti myndast við rekstur risastórra netþjónabúa og um helmingur af orkunotkun þeirra fer í að kæla búin niður sökum þessa.

Nýr sæstrengur milli Norður-Ameríku og Evrópu liggur um Grænland og telur símafélagið að með því að setja upp netþjónabú sín á Grænlandi muni tölvufyriræki spara sér umtalsverðan orkukostnað því kælingin er jú þegar til staðar og ókeypis á Grænlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×