Erlent

Ungur maður handtekinn vegna unglingamorðs í Lundúnum

MYND/Reuters

Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið ungan mann vegna gruns um aðild að morði á 14 ára pilti í Lundúnum um helgina.

Pilturinn, Shaquille Smith, var stunginn til bana eftir átök manna í austurhluta Lundúna. Pilturinn er tuttugasta og fimmta ungmennið sem fellur í átökum í Lundúnum á árinu. Systir hins látna meiddist einnig í árásinni en þó ekki alvarlega.

Hin tíðu ungmennamorð í Lundúnum hafa leitt til þess að lögregla hefur hafið sérstakt átak gegn því að ungmenni gangi um vopnuð í borginni og eru hnífar og byssur teknar af þeim umsvifalaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×