Erlent

Skáru líffæri úr líkum og seldu

Tveir bræður sem reka útfararstofu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa viðurkennt að hafa skorið líffæri úr líkum og selt þau síðan.

Alls var um að ræða 244 lík og voru líffærin skorin úr þeim án vitneskju eða leyfis frá ættingjum hinna látnu. Bræðurnir skáru bein, skinn, vöðva og fleiri líkamshluta úr líkunum sem síðan voru seld víða um Bandarikin þar sem líffærin voru notuð við tannígræðslur, hné og mjaðmaskiptingar og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×