Erlent

Georgíumenn fá 85 milljarða króna frá BNA

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Bandaríkin ætla að veita einum milljarði Bandaríkjadala, sem jafngildir um 85 milljörðum íslenskra króna, til að hjálpa Georgíumönnum við að fást við uppbyggingu eftir stríðið við Rússa.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að þetta fé verði nýtt til borgaralegrar uppbyggingar en ekki til hernaðar. Georgíumenn hafa óskað eftir tveimur milljörðum frá alþjóðarsamfélaginu.

Bardagar milli Rússa og Georgíumanna hófust þann 7. ágúst eftir að Georgíumenn reyndu að ná yfirráðum í Suður-Ossetíu með valdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×