Erlent

Fíll með töluverðar stærðfræðigáfur

Það er þekkt að fílar eru langminnugir en svo virðist sem þeir hafi einnig stærðfræðigáfur í töluverðum mæli.

Í dýragarðinum í Tokyo í Japan var gerð tilraun með að láta einn af fílunum þar leggja saman tölur með því að nota tvær körfur fullar af ávöxtum.

Í ljós kom að fílinn lagði tölurnar rétt saman í 87% tilfella. Það var náttúrufræðingur við háskólann í Tokyo sem stóð að þessari tilraun og segir hann að niðurstaðan hafi komið sér töluvert á óvart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×