Erlent

Flokksþing Repúblikana hófst í gærkvöldi

Flokksþing Repúblikanaflokksins hófst í gærkvöldi Minnesota í Bandaríkjunum en því hafði verið frestað vegna fellibylsins Gustav í upphafi vikunnar.

Bush forseti ávarpaði þingið í gegnum gerfihnött frá Hvíta húsinu en meðal ræðumanna kvöldsins voru leikarinn Fred Thompson og öldungardeildarþingmaðurinn Jo Lieberman sem bauð sig fram sem varaforseti á vegum Demókrataflokksins með Al Gore árið 2000.

Lieberman sem nú skilgreinir sig sem óháðan sagði meðal annars að John McCain væri besti kosturinn til að sameina Bandaríkjamenn og leiða þjóðina inn í framtíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×