Ólafur: Aðkoma borgarbúa er svo sannarlega tryggð 25. apríl 2008 18:04 Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði fram bókun á fundi borgarráðs í dag en þar var samþykkt að ganga frá sölunni á Fríkirkjuvegi 11 til félags í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Bókunin er svohljóðandi: "Þegar Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti á fundi sínum 17. október 2006 samþykkt borgarráðs frá 12. október 2006 um að auglýsa húseignina að Fríkirkjuvegi 11 til sölu lagði ég fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggst gegn þeim áformum sem nú liggja fyrir um sölu á Fríkirkjuvegi 11, enda tryggja þau á engan hátt aðgengi almennings að opnu grænu svæði næst húseigninni að Fríkirkjuvegi 11, sem og húseigninni sjálfri". Tillagan kom ekki til atkvæðagreiðslu þar sem þáverandi meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðfesti samþykkt borgarráðs um söluáformin. Ég lét þá bóka að það væri óheppilegt að samþykkja söluáformin þar sem þau væru ekki nægilega vel undirbúin. Það hafa reynst orð að sönnu, því síðan er liðið 1 og 1/2 ár án þess að söluferlinu ljúki. Brýnt er að ljúka því sem fyrst þannig að húseignin að Fríkirkjuvegi 11 standi ekki lengur auð og hafist sé handa um að tryggja verndun hennar og viðhald. Væntanlegur kaupandi hússins segist leggja áherslu á hvoru tveggja sem og að koma upp safni í húsinu sem tryggir almenningi aðgang að því. Með þeim kaupsamningi sem nú liggur fyrir er almenningi jafnframt tryggt óskert aðgengi að Hallargarðinum og allri lóðinni í kringum Fríkirkjuveg 11, en í 8. grein kaupsamnings segir, "kvöð er á lóðinni og almenningsgarðinum um almenna umferð gangandi og hjólandi". Engar breytingar verða gerðar á almenningsgarðinum, nema á lóðarmörkum sunnan hússins, þar sem gert verður aðkomutorg til að bæta aðgengi almennings að húsinu. Skylt er að geta þess að á fundi borgarráðs 8. febrúar 2007 var samþykkt með atkvæðum borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að húseignin að Fríkirkjuvegi 11 verði seld hæstbjóðanda og létu borgarráðsfulltrúar Samfylkingar bóka, "að varlega verði farið í breytingar á garði eða lóð hússins, sem skert geta aðkomu borgarbúa að svæðinu". Aðkoma borgarbúa er svo sannarlega tryggð með þeim kaupsamningi sem nú liggur fyrir borgarráði. Skýrt hefur komið fram hjá borgarlögmanni að fyrir tæplega 15 mánuðum, eða í febrúarbyrjun 2007, var kominn á bindandi kaupsamningur milli kaupanda og borgarinnar. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði fram bókun á fundi borgarráðs í dag en þar var samþykkt að ganga frá sölunni á Fríkirkjuvegi 11 til félags í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Bókunin er svohljóðandi: "Þegar Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti á fundi sínum 17. október 2006 samþykkt borgarráðs frá 12. október 2006 um að auglýsa húseignina að Fríkirkjuvegi 11 til sölu lagði ég fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggst gegn þeim áformum sem nú liggja fyrir um sölu á Fríkirkjuvegi 11, enda tryggja þau á engan hátt aðgengi almennings að opnu grænu svæði næst húseigninni að Fríkirkjuvegi 11, sem og húseigninni sjálfri". Tillagan kom ekki til atkvæðagreiðslu þar sem þáverandi meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðfesti samþykkt borgarráðs um söluáformin. Ég lét þá bóka að það væri óheppilegt að samþykkja söluáformin þar sem þau væru ekki nægilega vel undirbúin. Það hafa reynst orð að sönnu, því síðan er liðið 1 og 1/2 ár án þess að söluferlinu ljúki. Brýnt er að ljúka því sem fyrst þannig að húseignin að Fríkirkjuvegi 11 standi ekki lengur auð og hafist sé handa um að tryggja verndun hennar og viðhald. Væntanlegur kaupandi hússins segist leggja áherslu á hvoru tveggja sem og að koma upp safni í húsinu sem tryggir almenningi aðgang að því. Með þeim kaupsamningi sem nú liggur fyrir er almenningi jafnframt tryggt óskert aðgengi að Hallargarðinum og allri lóðinni í kringum Fríkirkjuveg 11, en í 8. grein kaupsamnings segir, "kvöð er á lóðinni og almenningsgarðinum um almenna umferð gangandi og hjólandi". Engar breytingar verða gerðar á almenningsgarðinum, nema á lóðarmörkum sunnan hússins, þar sem gert verður aðkomutorg til að bæta aðgengi almennings að húsinu. Skylt er að geta þess að á fundi borgarráðs 8. febrúar 2007 var samþykkt með atkvæðum borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að húseignin að Fríkirkjuvegi 11 verði seld hæstbjóðanda og létu borgarráðsfulltrúar Samfylkingar bóka, "að varlega verði farið í breytingar á garði eða lóð hússins, sem skert geta aðkomu borgarbúa að svæðinu". Aðkoma borgarbúa er svo sannarlega tryggð með þeim kaupsamningi sem nú liggur fyrir borgarráði. Skýrt hefur komið fram hjá borgarlögmanni að fyrir tæplega 15 mánuðum, eða í febrúarbyrjun 2007, var kominn á bindandi kaupsamningur milli kaupanda og borgarinnar.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira