Innlent

Sala sumarleyfisferða með svipuðu móti og í fyrra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Strönd Golden Sands í Búlgaríu. Þangað flykkjast Íslendingar væntanlega í sumar.
Strönd Golden Sands í Búlgaríu. Þangað flykkjast Íslendingar væntanlega í sumar.

Sala sumarleyfisferða hjá ferðaskrifstofunum Heimsferðum og Terra Nova hefur verið með svipuðu móti í ár og á sama tíma í fyrra.

Þetta segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofanna, og bætir því við að árið 2007 hafi verið metár í sölu sumarleyfisferða. Tómas segir ekki hafa borið á afpöntunum upp á síðkastið og hafi hans fólk lítið orðið vart við niðursveiflu í efnahagslífinu. Sala haustferða hafi einnig farið óvenjuvel af stað hjá ferðaskrifstofunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×