Innlent

Tilboð vegna Vestmannaeyjaferju enn í skoðun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Herjólfur, núverandi Vestmannaeyjaferja.
Herjólfur, núverandi Vestmannaeyjaferja. MYND/ Óskar P. Friðriksson

Tilboð Vestmannaeyinga í smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju er enn á samningaborðinu. Vestmannaeyingar og samningsaðilar þeirra, Siglingastofnun og Ríkiskaup, yfirfara nú gögn og kanna hvort saman náist um ýmsa þætti tilboðsins.

„Aðilar hafa verið að vinna að yfirferð á rekstrarmódelum seinustu þrjá daga og það er enn verið að kanna kostnað við þetta og hvort hægt sé að ná saman," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Hann sagðist ekki eiga von á að niðurstöður lægju fyrir fyrr en í næstu viku. „Við erum svo sem ekki búnir að setja okkur neina sérstaka dagsetningu, við erum bara að fara yfir stöðuna," sagði Elliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×