Viðskipti innlent

Móðurfélag Norðuráls tapaði 17 milljörðum

Frá álverinu á Grundartanga, sem Norðurál rekur.
Frá álverinu á Grundartanga, sem Norðurál rekur.
Álframleiðslufyrirtækið Century Aluminum birti í gær uppgjör fyrir 1. ársfjórðung 2008. Nam tap fyrirtækisins alls 232,8 milljónum Bandaríkjadala (17 milljörðum íslenskra króna) eða 5,67 dölum á hlut.

Tapið á fyrsta ársfjórðungi má helst rekja til neikvæðra skattaskuldbindinga vegna framvirkra samninga sem námu 285,9 milljörðum dala. Gengi bréfa í Century lækkuðu mest allra bréfa í Kauphöllinni í dag, um 9,5%, enda var heimsmarkaðsverð á áli að lækka.

Þess má þó geta að félagið hefur hækkað mest allra félaga í Kauphöllinni á Íslandi á árinu eða um 41,7%.

 

 

Heimild: Hálf-fimm frettir Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×