Innlent

Fjórir sinubrunar geysuðu í nótt á höfuðborgarsvæðinu

Fjórir sinueldar geysuðu á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan ellelfu í gærkvöldi og framundir klukkan tvö í nótt, en slökkviliðinu tókst að verja öll mannvirki.

Enn var kveikt í við Hvaleyrarvatn, síðan á fjórum eða fimm stöðum í Kapelluhrauni, þá í Kópavogsdal og loks í grennd við bensínstöð Olís í Garðabæ.

Minnstu munaði að eldur næði að teygja sig í íbúðarhús í Tjarnarbyggð, á milli Eyrarbakka og Selfoss síðdegis í gær. Eldurinn átti nokkra metra ófarna að húsinu, þegar slökkvilið kom á vettvang. Þar brann sina á allstóru svæði þar til slökkviliðið réði niðurlögum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×