Innlent

Gildistöku vaktakerfis frestað til 1. október

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnendur Landspítala hafa ákveðið að fresta gildistöku nýs vaktakerfis, sem átti að taka gildi nú um mánaðamótin, fram til 1. október næstkomandi.

Spítalinn fer þess á leit við hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga, sem höfðu sagt upp um mánaðamótin vegna kerfisins, að þeir fresti uppsögnum fram á haust og tíminn verði nýttur til samningaviðræðna.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem starfandi forstjórar Landspítalans héldu klukkan fjögur í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×