Innlent

Geta afþakkað fjölpóst

María Sæmundsdóttir bréfberi á Pósthúsinu við Grensásveg.
María Sæmundsdóttir bréfberi á Pósthúsinu við Grensásveg. Mynd/ Hari.

Íslandspóstur hefur tekið ákvörðun um að gefa neytendum kost á því á ný að panta lúgumiða sem afþakkar allan fjölpóst. Þetta er gert vegna þess að ekki er fyrirséð að það takist samkomulag á meðal stærstu dreifingaraðila á pósti um að móta samræmt verklag um dreifingu á fjölpósti.

Íslandspóstur dreifir um 12% af magni fjölpósts, sem kemur inn um lúgur landsmanna, ef fríblöð eru talin með. Í fréttatilkynnigu frá Íslandspósti segir að bréfberar þeirra muni við dreifingu fjölpósts virða þær óskir, sem lúgumiðinn beri með sér, en Íslandspóstur geti eðlilega ekki borið ábyrgð á öðrum dreifendum.

Upplýsingar um nánari tilhögun á afþökkun fjölpósts má fá hjá þjónustuveri Íslandspósts í síma 580 1200 og sömuleiðis munu þær verða birtar á heimasíðu félagsins innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×