Innlent

Brenndist á fæti í polli við golfvöllinn í Gufudal

Frá Hveragerði.
Frá Hveragerði.

Drengur hlaut annars stigs bruna á fæti þegar hann steig ofan í sjóðheitan poll við golfvöll Hvergerðinga í Gufudal.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi að pollurinn hafi myndast fyrir viku og er hann talinn tengjast röri sem flytur gufu í hús eitt þar hjá. Drengurinn var fluttur til læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og þaðan á slysadeild Landspítala í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×