Fjöðrin sem varð að hænu Anna Pála Sverrisdóttir skrifar 28. apríl 2008 00:01 Fólk hefur aðeins verið að tapa sér í umræðu um skólagjöld við opinberu háskólana að undanförnu. Það sem skiptir máli í þeirri umræðu er þetta: Í nýju frumvarpi um opinbera háskóla er upptaka skólagjalda ekki heimiluð og það er af því Samfylkingin er á móti skólagjöldum. Einhvern veginn tókst Sigurði Kára, formanni menntamálanefndar Alþingis, að búa til nokkuð moldviðri í kringum þetta sérlega áhugamál sitt. Það mun hins vegar ekki leiða til neins af fyrrgreindum ástæðum. En það var athyglisvert að sjá hvernig Vinstri græn höguðu málflutningi sínum. Í stað þess að leggjast með á árarnar í því að vinna málstaðnum gagn var reynt að klína því á Samfylkinguna að vilja skólagjöld þegar það blasir við að hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráða yrðu skólagjaldaheimildir í frumvarpinu, en eru það ekki vegna afstöðu Samfylkingarinnar. Það eru ekki að koma skólagjöld. Punktur basta. Við getum því öll snúið okkur að öðru, svo sem því neytendamáli að lækka verð á hvítu kjöti eins og formaður Samfylkingarinnar hefur lagt til. Varðandi frumvarpið um opinberu háskólana eru hins vegar nokkur atriði sem þarf að laga. Samfylkingarfólk, s.s. Katrín Júlíusdóttir úr menntamálanefnd Alþingis, hefur gert athugasemdir. Í ályktun Ungra jafnaðarmanna um frumvarpið er einkum staldrað við tvennt. Í fyrsta lagi eru gjaldtökuheimildir á nemendur auknar, s.s. vegna inntöku-, upptöku- og fjarprófa. Ekki er sett hámark á heimildirnar og setja Ungir jafnaðarmenn fyrirvara við þessi ummæli í greinargerð: „ [G]jaldtakan [á ]að vera stjórntæki til að stýra eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem um er að ræða hverju sinni." Á að fækka upptöku- og fjarprófum? Þá vilja UJ að fulltrúar skólanna sjálfra hafi meirihluta í háskólaráðum en ekki utanaðkomandi aðilar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Akademían sjálf er best til þess fallin að móta menntastefnuna eins og er m.a. hlutverk ráðsins. Og það á að viðhalda hinni lýðræðislegu hefð gróinna háskólasamfélaga. Háskólarnir eru ekki fyrirtæki sem byggja á gróðamarkmiðum.Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fólk hefur aðeins verið að tapa sér í umræðu um skólagjöld við opinberu háskólana að undanförnu. Það sem skiptir máli í þeirri umræðu er þetta: Í nýju frumvarpi um opinbera háskóla er upptaka skólagjalda ekki heimiluð og það er af því Samfylkingin er á móti skólagjöldum. Einhvern veginn tókst Sigurði Kára, formanni menntamálanefndar Alþingis, að búa til nokkuð moldviðri í kringum þetta sérlega áhugamál sitt. Það mun hins vegar ekki leiða til neins af fyrrgreindum ástæðum. En það var athyglisvert að sjá hvernig Vinstri græn höguðu málflutningi sínum. Í stað þess að leggjast með á árarnar í því að vinna málstaðnum gagn var reynt að klína því á Samfylkinguna að vilja skólagjöld þegar það blasir við að hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráða yrðu skólagjaldaheimildir í frumvarpinu, en eru það ekki vegna afstöðu Samfylkingarinnar. Það eru ekki að koma skólagjöld. Punktur basta. Við getum því öll snúið okkur að öðru, svo sem því neytendamáli að lækka verð á hvítu kjöti eins og formaður Samfylkingarinnar hefur lagt til. Varðandi frumvarpið um opinberu háskólana eru hins vegar nokkur atriði sem þarf að laga. Samfylkingarfólk, s.s. Katrín Júlíusdóttir úr menntamálanefnd Alþingis, hefur gert athugasemdir. Í ályktun Ungra jafnaðarmanna um frumvarpið er einkum staldrað við tvennt. Í fyrsta lagi eru gjaldtökuheimildir á nemendur auknar, s.s. vegna inntöku-, upptöku- og fjarprófa. Ekki er sett hámark á heimildirnar og setja Ungir jafnaðarmenn fyrirvara við þessi ummæli í greinargerð: „ [G]jaldtakan [á ]að vera stjórntæki til að stýra eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem um er að ræða hverju sinni." Á að fækka upptöku- og fjarprófum? Þá vilja UJ að fulltrúar skólanna sjálfra hafi meirihluta í háskólaráðum en ekki utanaðkomandi aðilar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Akademían sjálf er best til þess fallin að móta menntastefnuna eins og er m.a. hlutverk ráðsins. Og það á að viðhalda hinni lýðræðislegu hefð gróinna háskólasamfélaga. Háskólarnir eru ekki fyrirtæki sem byggja á gróðamarkmiðum.Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar