Toppverktakar ekki sáttir en skilja afstöðu Vegagerðarinnar 28. apríl 2008 12:07 Jarðvélar fóru á hausinn áður en tvöföldun brautarinnar lauk. MYND/Vilhelm Ágúst Snæbjörnsson, eigandi Toppverktaka sem ásamt litháíska verktakafyrirtækinu Adakris átti lægsta tilboð í lokakafla við tvöföldun Reykjanesbrautar segist ekki sáttur við að fá ekki verkið. Þeir eru þó hvergi nærri af baki dottnir og hefur Adakris fullan hug á að komast inn á íslenska markaðinn. „Auðvitað eru menn ekki sáttir með þetta," segir Ágúst. „En það má kannski segja að hér sé um meira en venjulegt útboð að ræða þar sem tvöföldun brautarinnar hefur verið mikið hitamál. Við skiljum því afstöðu Vegagerðarinnar að vissu leyti." Ágúst bendir þó á að tilboð Ístaks hafi verið hærra sem nam 108 milljónum króna. „Ef það er verðmiðinn sem þeir vilja greiða fyrir að hafa þetta svona þá er það bara þannig." Ágúst segir að Toppverktakar og Adakris hafi skilað inn öllum gögnum sem um var beðið. Auk þess uppfylli Adakris alla þá staðla sem krafa var gerð um í útboðslýsingu, ISO staðlana 9001 og 14001. „Það voru sett ströng skilyrði í útboðinu sem við teljum okkur hafa uppfyllt að öllu leyti," segir Ágúst. „Vegagerðin tók þau öll til greina nema eitt, en það snérist um hvort fyrirtækið hafi framkvæmt sambærilegt verk sem nemur að minnsta kosti 50 prósentum af kostnaði þessa verks. Við skiluðum inn dæmi um það frá Litháen en Vegagerðin féllst ekki á það," segir Ágúst. Hann bendir einnig á að Ístak hyggist hefja framkvæmdir í lok maí en að Toppverktakar hafi verið tilbúnir til að hefjast strax handa, eins og hafi raunar verið kveðið á um í útboðslýsingu. „En það er ekkert við þessu að segja. Vegagerðin ræður þessu á endanum og þeir mátu þetta svona. Við erum hins vegar hvergi nærri hættir. Við stefnum að því að fara í samkeppni við stóru verktakana hér á landi og það eru fleiri verk í undirbúningi," segir Ágúst Snæbjörnsson hjá Toppverktökum. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Ágúst Snæbjörnsson, eigandi Toppverktaka sem ásamt litháíska verktakafyrirtækinu Adakris átti lægsta tilboð í lokakafla við tvöföldun Reykjanesbrautar segist ekki sáttur við að fá ekki verkið. Þeir eru þó hvergi nærri af baki dottnir og hefur Adakris fullan hug á að komast inn á íslenska markaðinn. „Auðvitað eru menn ekki sáttir með þetta," segir Ágúst. „En það má kannski segja að hér sé um meira en venjulegt útboð að ræða þar sem tvöföldun brautarinnar hefur verið mikið hitamál. Við skiljum því afstöðu Vegagerðarinnar að vissu leyti." Ágúst bendir þó á að tilboð Ístaks hafi verið hærra sem nam 108 milljónum króna. „Ef það er verðmiðinn sem þeir vilja greiða fyrir að hafa þetta svona þá er það bara þannig." Ágúst segir að Toppverktakar og Adakris hafi skilað inn öllum gögnum sem um var beðið. Auk þess uppfylli Adakris alla þá staðla sem krafa var gerð um í útboðslýsingu, ISO staðlana 9001 og 14001. „Það voru sett ströng skilyrði í útboðinu sem við teljum okkur hafa uppfyllt að öllu leyti," segir Ágúst. „Vegagerðin tók þau öll til greina nema eitt, en það snérist um hvort fyrirtækið hafi framkvæmt sambærilegt verk sem nemur að minnsta kosti 50 prósentum af kostnaði þessa verks. Við skiluðum inn dæmi um það frá Litháen en Vegagerðin féllst ekki á það," segir Ágúst. Hann bendir einnig á að Ístak hyggist hefja framkvæmdir í lok maí en að Toppverktakar hafi verið tilbúnir til að hefjast strax handa, eins og hafi raunar verið kveðið á um í útboðslýsingu. „En það er ekkert við þessu að segja. Vegagerðin ræður þessu á endanum og þeir mátu þetta svona. Við erum hins vegar hvergi nærri hættir. Við stefnum að því að fara í samkeppni við stóru verktakana hér á landi og það eru fleiri verk í undirbúningi," segir Ágúst Snæbjörnsson hjá Toppverktökum.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira