Innlent

Konan sem brenndist á Dalbraut er látin

Konan, sem brenndist alvarlega þegar eldur kom upp í húsakynnum aldraðra við Dalbraut 27 í Reykjavík síðdegis í gær, er látin.

Tveir slökkviliðsmenn, sem fengu reykeitrun, var haldið á sjúkrahúsi í nótt til eftirlits en eru á góðum batavegi. Annar íbúi og þrír starfsmenn, sem líka leituðu á slysadeild, fengu að fara heim að aðhlynningu lokinni.

Margir vistmenn gistu hjá ættingjum og vinum í nótt þar sem reykur og sót komst inn í allnokkur herbergi. Eldsupptök liggja ekki fyrir en grunur leikur á að eldinn megi rekja til sígarettuglóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×