Innlent

Enn hálka og snjór víða um land

Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti hafi litið dagsins ljós er færð enn misjöfn á landinu.

Þannig eru hálkublettir á Hellisheiði og hálkublettir og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og þar stendur mokstur yfir en þæfingsfærð er á Eyrarfalli. Hálka og hálkublettir eru á flestum fjallvegum og á Ströndum.

Á Norðurlandi er hálkublettir á Siglufjarðarvegi, Lágheiði og Víkurskarði,

einnig á Áskógssandi og á leiðinni á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Mývatnsöræfum. Snjóþekja er á

Melrekkasléttu og þæfingsfærð á milli Raufarhafnar og Þórshafnar.

Hálka er á Sandvíkurheiði og Möðrudalsöræfum og hálkublettir eru á

Hárekstaðarleið. Snjóþekja er á Vopnafjarðarheiði og hálkublettir eru á

Vatnsskarði eystra. Hellisheiði eystri er ófær en Snjóþekja er á Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×