Innlent

Nota DNA-próf til að komast að því hver ók undir áhrifum vímuefna

Lögreglan á Selfossi hyggst grípa til DNA-prófa til þess að sannreyna hverjir hafi verið undir stýri í tveimur vímuefnaaksturstilvikum.

Í öðru tilvikinu var kona stöðvuð fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og leikur grunur á að hún hafi gefið upp nafn systur sinnar. Fyrir nokkru gerðist það að karl var handtekinn vegna ölvunarakstur og hafði síðar samband og sagðist hafa gefið upp nafn tvíburabróður síns.

Sem fyrr segir hyggst lögregla láta fara fram DNA-rannsókn til þess að fá úr því skorið hver var við stýrið. Komi í ljós að þessir aðilar hafi ætlað að koma sök á aðra munu þeir verða ákærðir fyrir rangar sakargiftir auk ölvunar- og fíkniefnaaksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×