Innlent

Fagnar því að stjórnendur spítalans tóku áskoruninni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Elsa B. Friðfinnsdóttir
Elsa B. Friðfinnsdóttir MYND/Vilhelm

„Sem formaður félagsins fagna ég því að stjórnendurnir tóku áskorun stjórnar félagsins um að fresta aðgerðunum en síðan munu hjúkrunarfræðingarnir funda á morgun og fara þá yfir stöðuna. Í framhaldi af því ákveðum við hvað við munum gera," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og á við stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Hún segir það algjörlega úr lausu lofti gripið að einhvers konar atkvæðagreiðsla um málið fari fram á fundinum, hver og einn hjúkrunarfræðingur muni eiga það við sjálfan sig hvort hann dragi sína uppsögn til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×