Innlent

Segja ekkert ganga í samningaviðræðum og krefjast fundar með Geir

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, hefur sem talsmaður samstarfshóps 24 stéttarfélaga innan og utan BHM farið fram á fund með Geir H. Haarde, forsætisráðherra ásamt ráðherrum utanríkis-, mennta- og fjármála. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að ekkert þokist í samningaviðræðum félaganna og því vilji þau hitta Geir að máli.

„Tuttugu og tvö aðildarfélög Bandalags háskólamanna, auk Stéttarfélags verkfræðinga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands hafa lagt fram sameiginlega kröfugerð í viðræðum sínum við fulltrúa ríkisins." segir meðal annars í bréfi sem sent var forsætisráðherra. „Í þeirri kröfugerð er farið fram á prósentuhækkun launa sem miði að því að draga úr kaupmáttarskerðingu háskólamanna. Samninganefnd ríkisins virðist skorta umboð til að koma til móts við þessi sjónarmið."

Því vill samstarfshópurinn fara fram á fund í því skyni að leita lausna um framhald kjaraviðræðna við samninganefnd ríkisins.

Bréfið til forsætisráðherra má lesa hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×