Ráðleysi í Ráðhúsinu 9. febrúar 2008 13:40 Of mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluð sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niðurstöðurm virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REImálið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sérlega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnendur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auðvitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokkssystkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðismenn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjörtímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipulagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Of mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluð sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niðurstöðurm virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REImálið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sérlega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnendur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auðvitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokkssystkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðismenn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjörtímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipulagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar