Viðskipti innlent

Góð afkoma hjá Vinnslustöðinni í Eyjum

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, eina útgerðarfélagið sem er eftir á aðallista Kauphallar Íslands, hagnaðist um 636 milljónir kr. á síðasta ári sem var tvöfalt betri afkoma en árið áður.

Greining Kaupþings fjallar um uppgjörið í Hálf fimm fréttum sínum. Þar segir að félagið var rekið með 444 milljóna kr. tapi á fjórða ársfjórðungi, en fram kemur að gengistap og aukafyrningar húsnæðis vegna niðurrifs hafi vegið þungt. Afurðaverð síldar var fremur lágt og verð á fiskimjöli og karfa fór lækkandi. Rekstrartekjur námu 5.618 milljónum kr. í fyrra og drógust saman um 3% á milli ára.

Í tilkynningu um afkomuna segir meðal annars að félagið verði skráð af markaði þann 14. nóvember í ár. Farið var fram á afskráningu í fyrra en stjórn kauphallarinnar ákvað að fresta afskráningunni í eitt ár vegna mikilllar andstöðu eigenda minnihluta hlutafjár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×