Lífið

Skottulæknir sprautaði stjörnur með smurningu

Priscilla er lífleg í framan.
Priscilla er lífleg í framan.
Það er ekki tekið út með sældinni að halda sér sætum í Hollywood. Þetta fékk Priscilla Presley meðal annarra að reyna.

Fyrir um fimm árum féllu Priscilla og fleiri stjörnur fyrir brögðum myndarlegs argentínsks læknis að nafni Daniel Serrano, sem sannfærði þær um að hann gæti sprautað þær með efni sem virkaði betur en Botox.

Ekki liggja vísindaleg rök bak við þeirri fullyrðingu, en efnið sem Serrano sprautaði í andlit stjarnanna var silicon sleypiefni, líkt efni sem er notað til að smyrja vélarhluta í Argentínu.

Fjölmargar konur, þar á meðal Shawn King, eiginkona Larry King, og Diane Richie, þáverandi eiginkona Lionels Richie, héldu fegrunarfundi heima hjá sér þar sem Serrano sprautaði þær með efninu, sem hann smyglaði sjálfur frá Argentínu. Efnið, sem kostaði á bilinu 20-40 þúsund á haus, virkaði þó ekki alveg sem skildi. Shawn King meðal annars sagði að efnið hefði valdið köggli í vörinni á sér sem gerði henni erfitt að tala og drekka.

Priscilla sjálf hefur gengist undir aðgerðir til að reyna að lagfæra skaðann, en læknir ógurlegi var dæmdur fyrir að smygla og dreifa ólöglegum lyfjum. Hann slapp úr fangelsi í síðustu viku og á yfir höfði sér að vera vísað úr landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.