Meismaður hafði slasað tvo fyrir handtöku 9. júní 2008 12:18 Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur lögreglumenn ekki hafa beitt of miklu harðræði þegar maður var handtekinn fyrir utan félagsheimilið á Patreksfirði eftir sjómannadagsball þar í bæ í síðustu viku. Hann segir að það hefði verið ábyrgðarhluti að láta manninn ganga lausan þar sem hann hefði verið búinn að slasa tvo menn. Myndband af handtöku mannsins hefur verið sett inn á myndavefinn YouTube. Þar sést hvar lögreglumaður beitir varnarúða eða meis gegn manninum eftir að hann neitar að verða við fyrirmælum um að leggjast í jörðina. Í kjölfar þess að hann fær úðann í augun ræðst hann á lögreglumanninn sem sprautaði og kýlir í andlit og fellir í jörðina. Árásarmaðurinn er svo yfirbugaður. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segist hafa skoðað myndbandið, rætt við lögreglumennina og farið yfir skýrslu um atvikið. „Ég dreg þá ályktun út frá forleiknum að maðurinn margskirrist við að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hann var búinn að ráðast á tvo menn að ósekju og stjórnandi á vettvangi tekur þá ákvörðun að handtaka manninn. Hann er ekki að fara heim í friði," segi Önundur og segir lögreglumenn hafa reynt að komast hjá því að meiða manninn. „Það hefði verið ábyrgðarhluti að ganga burt frá manninum eftir þessar árásir," segir hann enn fremur. Fórnarlömb mannsins sem handtekinn var hafa þegar lagt fram kæru á hendur honum að sögn Önundar. Hann segir vitni segja að hinn handtekni hafi steinrotað annað fórnarlamba sinna og skallað hitt í andlitið. Þessu til viðbótar á hann að líkindum yfi höfði sér ákæru fyrir brot gegn valdstjórninni vegna árásar á lögregluþjóninn með úðann. Aðspurður segir Önundur að töluvert hafi séð á lögregluþjóninum, hann hafi bólgnað á nefi og víðar í andliti. Myndband af atvikinu má sjá hér. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur lögreglumenn ekki hafa beitt of miklu harðræði þegar maður var handtekinn fyrir utan félagsheimilið á Patreksfirði eftir sjómannadagsball þar í bæ í síðustu viku. Hann segir að það hefði verið ábyrgðarhluti að láta manninn ganga lausan þar sem hann hefði verið búinn að slasa tvo menn. Myndband af handtöku mannsins hefur verið sett inn á myndavefinn YouTube. Þar sést hvar lögreglumaður beitir varnarúða eða meis gegn manninum eftir að hann neitar að verða við fyrirmælum um að leggjast í jörðina. Í kjölfar þess að hann fær úðann í augun ræðst hann á lögreglumanninn sem sprautaði og kýlir í andlit og fellir í jörðina. Árásarmaðurinn er svo yfirbugaður. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segist hafa skoðað myndbandið, rætt við lögreglumennina og farið yfir skýrslu um atvikið. „Ég dreg þá ályktun út frá forleiknum að maðurinn margskirrist við að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hann var búinn að ráðast á tvo menn að ósekju og stjórnandi á vettvangi tekur þá ákvörðun að handtaka manninn. Hann er ekki að fara heim í friði," segi Önundur og segir lögreglumenn hafa reynt að komast hjá því að meiða manninn. „Það hefði verið ábyrgðarhluti að ganga burt frá manninum eftir þessar árásir," segir hann enn fremur. Fórnarlömb mannsins sem handtekinn var hafa þegar lagt fram kæru á hendur honum að sögn Önundar. Hann segir vitni segja að hinn handtekni hafi steinrotað annað fórnarlamba sinna og skallað hitt í andlitið. Þessu til viðbótar á hann að líkindum yfi höfði sér ákæru fyrir brot gegn valdstjórninni vegna árásar á lögregluþjóninn með úðann. Aðspurður segir Önundur að töluvert hafi séð á lögregluþjóninum, hann hafi bólgnað á nefi og víðar í andliti. Myndband af atvikinu má sjá hér.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira