Erlent

Bretar vilja uppbyggilegt samband við Ísland

MYND/AP

Bretar hafa alla tíð viljað uppbyggilegt samband við Íslands og viðræður hafa hafist á milli landanna um málefni íslenskra banka í Bretlandi. Það hafi ekki reynst auðvelt hingað til.

Þetta sagði talsmaður Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, í morgun. Hann bætti því við að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, hefði gærkvöld rætt við Geir H. Haarde forsætisráðherra og að sendinefnd frá breska fjármálaráðuneytinu hefði haldið til Íslands til að ræða þá stöðu sem upp er komin.

Brown var mjög harðorður í garð íslenskra stjórnvalda í gær og sagði framkomu þeirra algjörlega óásættanlega. Deilt er um innistæður á svokölluðum Icesave-reikningum Landsbankans gamla í Bretlandi, en þær áttu bæði almenningur og sveitarfélög í Bretlandi. Tónninn í Brown er því mildari en áður.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×