Erlent

Þrýst á iðnríkin að leysa úr lausafjárvandanum

George W. Bush
George W. Bush

Fundur sjö helstu iðnríkja heims getur valdið straumhvörfum í lausafjárvandanum sem hrjárir heiminn. Bush Bandaríkjaforseti segir að tækin til að leysa vandann séu til.

Sjö helstu iðnríki heims eru undir miklum þrýstingi að finna leiðir út úr kreppunni sem nú tröllríður heimsbyggðinni.Fulltrúar þeirra funda í Washington um helgina. Fastlega er búist við stefnumarkandi tillögum. Mikið fall varð á mörkuðum beggja vegna Atlandshafsins í dag. George Bush forseti ávarpaði þjóð sína í dag. Hann sagði að Bandaríkin hefðu þau tæki sem þyrfti til að leysa vandann. Og að heimurinn væri samstíga í að gera það.

Fram til þessa hefur hver þjóð barist á sínum vígvelli til þess að verja eigin hagsmuni. Þær raddir verða nú hinsvegar sífellt háværari sem vilja leita alþjóðlegrar allsherjarlausnar. Meðal þeirra eru fjármálaráðherrar Bretlands, Frakklands, og Ítalíu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til þess að hjálpa þeim þjóðum sem lent hafa í lausafjárvanda í kreppunni.

Bankinn hefur þegar virkjað á ný neyðaráætlun sem búin var til þegar efnahagskreppa gekk yfir Asíu á níunda áratug síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×