Erlent

Finnar fagna friðarverðlaunum Ahtisaaris

Martti Ahtisaari, friðarverðlaunahafi Nóbels, tekur á móti heillaóskum í síma á heimili sínu í Helsinki. Með honum situr Eeva Irmeli Hyvärinen, eiginkona hans.
Martti Ahtisaari, friðarverðlaunahafi Nóbels, tekur á móti heillaóskum í síma á heimili sínu í Helsinki. Með honum situr Eeva Irmeli Hyvärinen, eiginkona hans. MYND/AP

Finnar fagna því í dag að Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti landsins, hafi í morgun hlotið friðarverðlaun Nóbels.

Þau hlaut hann fyrir framlag sitt til lausnar alþjóðlegra deilumála á síðustu áratugum. Haft er eftir gangandi vegfarendum í Helsinki á fréttavef Reuters að Finnar hafi lengi beðið eftir þessu enda hafi Ahtisaari gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavettvangi.

Þá segir Alexandar Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, daginn sögulegan og að allir Finnar séu stoltir fyrir hönd Ahtisaaris. Meðal deilumála sem Ahtisaari hefur komið að eru friðarumleitanir á Norður-Írland, Namibíu og Indónesíu auk þess sem hann gegnir nú starfi sérlegs erindreka Sameinuðu þjóðanna vegna Kosovo-deilunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×