Erlent

Fordæmir drápið á friðargæsluliðum í Dafur

Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt drápið á sjö friðargæsluliðum í Dafur-héraðinu í Súdan.

Mennirnir voru drepnir í launsátri í vikunni og 22 aðrir særðir, sumir lífshættulega. Þetta er stærsta árás uppreisnarmanna á friðargæsluliða á undanförnum árum. Bardaginn stóð í tvo tíma og beittu uppreisnarmenn eldflaugum og sprengjuvörpum gegn friðargæsluliðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×