Erlent

Pele rændur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/NordicPhoto/Getty Images

Tíu manna hópur rændi brasilísku knattspyrnugoðsögnina Pele um helgina þar sem hann var á leið frá borginni Sao Paulo til húss sem hann á við ströndina utan við borgina.

Pele sakaði ekki en hópurinn hafði á brott með sér gullhálsfesti hans ásamt farsíma og úri. Algengt er að glæpaklíkur í Brasilíu sitji fyrir vegfarendum nálægt gatnamótum og ræni þá þegar þeir stöðva bifreiðar sína á rauðu ljósi. Margar auðugri fjölskyldur hafa brugðið á það ráð að kaupa sér brynvarðar bifreiðar til að sporna við ránum af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×