Erlent

Fangelsaður fyrir að drekka te

SB skrifar
Jerome Klein. Lenti í fangelsi í tvo mánuði etir að hafa drukkið te frá Bólivíu.
Jerome Klein. Lenti í fangelsi í tvo mánuði etir að hafa drukkið te frá Bólivíu.

Fimmtugur bandaríkjamaður lenti í fangelsi í tvo mánuði eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Honum var sleppt í dag þegar það var sannað að kókaín sem fannst í þvagi hans var tilkomið út af bólivísku tei sem móðir hans hafði gefið honum.

Maðurinn heitir Jerome Klein og mun trúlega hugsa sig tvisvar um áður en hann fer í te til mömmu sinnar aftur. Jerome var á skilorði þegar hann fór í reglubundið lyfjapróf. Þegar leyfar af kókaíni fundust í þvaginu var hann settur í fangelsi.

Nú, tveimur mánuðum síðar, er sannleikurinn kominn í ljós. Daginn sem hann fór í lyfjaprófið hafði móðir hans gefið honum te frá Bólivíu sem er kalla Mate de Coca og er búið til úr kóka plöntu.

"Mamma hans fyllti hann af þessu tei. Það er fullt af kókaíni," fullyrti Theodore Mastos, lögfræðingur Jerome, við réttarhöldin. Hann sagði að Jerome væri fórnarlamb te drykkju. Hann væri ekki eiturlyfjaneytandi.

Shulamit Klein, móðir Jerome, sagðist hafa gefið Jerome teið því henni hafi fundist hann vera hálf veikur.

"Mig langaði til að honum liði betur. Ég bjó til teið og því var þetta mér að kenna. Ég mun ekki hella upp á þetta te aftur."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×