Erlent

Norður Kórea rífur kjarnorkuverið sitt

Norður Kóreumenn eyðileggja kjarnaofn í kjarnorkuveri sínu í dag. Aðgerðinni er ætlað að sýna á táknrænan hátt vilja ráðamanna í Norður Kóreu til að láta af frekari kjarnorkuvopnaframleiðslu í landinu. Í gær afhentu stjórnvöld upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína til Kínverskra stjórnvalda og í staðinn hefur George Bush Bandaríkjaforseti samþykkt að draga úr refsiaðgerðum gegn landinu og taka Norður Kóreu af lista yfir þau lönd sem styðja við hryðjuverk.

Ákvörðunin er umdeild en gagnrýnendur segja erfitt að fylgjast með hvort Norður Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum. Aðrir eru ánægðari og segja að samningurinn hafi hleypt nýju lífi í afvopnunarviðræðurnar sem staðið hafa yfir í mörg ár. Upplýsingarnar sem afhentar voru í gær eru sagðar skýra frá áætlun Norður Kóreumanna um framleiðslu á plútóníum en gagnrýnendur grunar að mikilvægustu upplýsingunum hafi verið haldið eftir, eins og í hve miklum mæli ríkið hafi auðgað úran.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×