Erlent

Danskir stjórnendur óánægðari en aðrir

Stjórnendur í dönskum fyrirtækjum eru þeir óánægðustu á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem náði til 2.500 stjórnenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að stjórnendurnir dönsku njóti minni stuðnings frá yfirboðurum sínum, glími við óraunhæfari úrlausnarefni og hafi fæstar leiðir allra Norðurlandaþjóða til að fást við þau vandamál sem þeir standa frammi fyrir. Þar að auki vinna þeir meira, eiga minna frí og mun fleiri svefnlausar nætur en starfsbræður þeirra og -systur í nágrannalöndunum.

Carsten Madsen, forstjóri sem rannsóknin náði til, telur þetta meðal annars stafa af því að valdaröðunin í dönskum fyrirtækjum sé ólík öðrum, frelsi stjórnendanna sé meira og þar með ábyrgð þeirra og sá þrýstingur sem á þeim hvílir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×