Erlent

Tsvangirai: Kosningar eru æfing í fjöldakúgun

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, leitaði í dag aftur á náðir sendráðs Hollands í höfuðborginni Harare eftir að hafa haldið stuttan blaðamannafund vegna forsetakosninganna sem fram fara í Simbabve.

Hann sakaði Robert Mugabe forseta um að reyna að þvinga íbúa landsins á kjörstað en þrátt fyrir það sætu milljónir manna heima og hefðu kosningarnar að engu. Fregnir hafa borist af dræmri kjörsókn í Simbabve og hafa þjóðarleiðtogar víða um heim gagnrýnt þær enda séu þær ekki lýðræðislegar og frjálsar.

Tsvangirai sagði einnig á fundinum að ekki væri um alvöru kosningar að ræða heldur æfingu í fjöldakúgun. Stjórananstöðuleiðtoginn dró framboð sitt til forseta til baka fyrr í vikunni og því er Mugabe einn í kjöri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×