Fréttir frá landi á niðurleið 27. júní 2008 13:08 Óli hefur meðal annars stundað skotveiðar á ferðalagi sínu um svörtu álfuna. Óli Tynes skrifar frá Suður-Afríku: Eitt af risavöxnum vandamálum Suður-Afríku er hin skelfilega glæpatíðni. Hér eru framin fleiri morð, nauðganir og aðrir ofbeldisglæpir en í nokkru öðru landi i heiminum. Ástandið er slíkt að stjórnvöld eru hætt að gefa tölfræðilegar upplýsingar um glæpatíðni. Því miður dugar það náttúrulega ekkert til þess að fækka glæpum. Það dugar ekki einu sinni til þess að fela ástandið. Fjölmiðlar hér segja að það séu orðið fáir í landinu sem hafa ekki á einhvern hátt orðið fyrir barðinu a glæpamönnum. Orðið fyrir því að ráðist hafi verið á þá sjálfa, fjölskyldu, vini, kunningja eða vinnufélaga. Ein ástæðan er léleg löggæsla.Valdaskiptin Þegar svartir menn tóku við stjórninni í Suður-Afríku fyrir 15 árum hófust þeir handa við að leiðrétta hlut síns fólks eftir aldalanga aðskilnaðarstefnu og misrétti. Það verður að segjast eins og er að það hefur ekki tekist vel í öllum tilfellum. Það var til dæmis tekin upp jákvæð mismunun. Í henni felst meðal annars að ef svartur maður og hvítur sækja um starf hjá hinu opinbera fær sá svarti starfið. Menntun og reynsla skiptir engu máli. Sá hvíti getur haft háskólamenntun og mikla starfsreynslu á umræddu sviði. Það dugar ekki til. Sá svarti þarf aðeins að lýsa því yfir að hann vilji læra starfið, og það er hans. Þetta hefur náttúrulega valdið endalausum vandræðum í stjórnsýslunni. Þar úir og grúir af fólki sem rædur engan veginn við starf sitt.Hvítir flýja Þetta hefur einnig valdið því að hvítir menn hverfa frá störfum, þar sem þeir eiga enga möguleika á stöðuhækkunum og starfsframa. Þeir flytja úr landi i stórum hópum. Um ein milljón hvítra manna hafa flúið land síðan svertingjar tóku við stjórn landsins. Það eru um 20 prósent af hinum hvíta hluta þjóðarinnar. Og þeim fjölgar stöðugt sem flytja á brott í hverjum mánuði. Þeir flytja til enskumælandi landa; Bandaríkjanna, Bretlands, Nýja Sjálands, Ástralíu og Kanada. Þar er þeim tekið opnum örmum með menntun sína og reynslu. Þetta á meðal annars við um lögregluna. Svo við víkjum aftur að glæpatíðninni sem ég nefndi í upphafi. Þar hafa margreyndir og hámenntaðir hvítir lögreglumenn ekki sætt sig við að frændi lögreglustjórans skyldi hækkaður í tign umfram þá, eftir viku i starfi. Ríkislögreglustjóra landsins hefur raunar verið vikið úr starfi meðan verið er að rannsaka ásakanir á hendur honum um spillingu. Sú rannsókn beinist einnig að Jakob Zuma, forseta Afríska þjóðarráðsins (ANC) og líklegum næsta forseta Suður-Afríku. Það var sérsveit lögreglunnar, "Sporðdrekarnir", sem leiddi þessa rannsókn. Viðbrögð ANC voru að reyna að leggja þessa sveit niður. Lögreglan rædur í dag ekkert við glæpaölduna sem gengur yfir landið. Fyrrverandi lögregluforingi (hvítur) sagði í sjónvarpsviðtali um daginn að lögreglan hefði ekki lengur yfir að ráða þeirri þekkingu og reynslu sem þarf til þess að ná stjórninni af glæpagengjunum.Skipting á landi Eitt af markmiðum hinna svörtu stjórnenda er að svartir bændur fái búgarða til rekstrar. Nelson Mandela, fyrsti svarti forsetinn,lagði upp með það sem veganesti að þar yrðu að vera viljugir kaupendur sem keyptu af viljugum seljendum. Hann lagði mikla áherslu á að Suður Afríka yrði það land sem hvítir og svartir lifði sem jafningaja. Hann lýsti því ákveðið yfir að ekki yrðu liðnar neinar hefndarárásir á hvíta menn. Þetta frá manni sem hvítir höfðu haldið í fangelsi áratugum saman. Ásamt desmond Tutu, erkibiskupi, kom hann á fót Sannleiks- og sáttanefndinni sem átti að tryggja friðsamleg skipti frá stjórn hvítra manna til stjórnar svartra. Það eru líklega ein göfugustu valdaskipri sögunnar. Mikill fjöldi hvítra manna fékk þar fyrirgefningu fyrir ódæðisverk sem þeir frömdu á aðskilnaðartímanum. Og sem þeir hefðu átt að vera fangelsaðir fyrir. En Nelson Mandela er ekki lengur forseti Suður-Afríku. Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að ráðherra geti skipað búgarðs- eða húseigendumk að selja eigur sínar, ef það er talið í "þágu þjóðarinnar".Annað Zimbabve? Þetta hefur vakið skelfingu meðal hvítra manna, sem sjá þarna framhald á þeirri stefnu Roberts Mugabe, forseta Zimbabve, að reka hvóta bændur frá búgörðum sínum án nokkurra bóta. Það átti stóran þátt í því að efnahagur Zimbaves hrundi og milljónir manna mega þola hungur í þessu ríki sem eitt sinn var kallað brauðkarfa Afríku. Hvítir bændur í Suður-Afríku segja að ef þessi ályktun verði að lögum muni þeir höfða mál fyrir stjórnarskrárdómstól landsins. En í síðustu kosningum náði ANC slíkum meirihluta að ráðið getur breytt stjórnarskránni upp á sitt einsdæmi. Þannig er málum einnig háttað í Zimbabve. Þar fóru bændur með sitt mál fyrir stjórnarskrárdómstólinn, án árangurs. Því fer auðvitað fjarri að allir svartir þegnar Suður-Afríku séu ómenntaðir og gagnslausir. Hér er fjölmenn stétt fluggáfaðra svartra menntamanna. Ef marka má greinar eftir þá sem daglega birtast hér í blöðum hafa margir þeirra áhyggjur af því hvert landið stefnir. Menn gjalda sérstakelga varhug við að fela ríkisstjórninni of mikil völd. Enginn býst við að náuverandi ríkisstjórn hefji einhverja herferð gegn landeigendum eða öðru eignafólki. En enginn veit heldur hvernig næsta ríkisstjórn verður, eða hin þarnæsta. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Óli Tynes skrifar frá Suður-Afríku: Eitt af risavöxnum vandamálum Suður-Afríku er hin skelfilega glæpatíðni. Hér eru framin fleiri morð, nauðganir og aðrir ofbeldisglæpir en í nokkru öðru landi i heiminum. Ástandið er slíkt að stjórnvöld eru hætt að gefa tölfræðilegar upplýsingar um glæpatíðni. Því miður dugar það náttúrulega ekkert til þess að fækka glæpum. Það dugar ekki einu sinni til þess að fela ástandið. Fjölmiðlar hér segja að það séu orðið fáir í landinu sem hafa ekki á einhvern hátt orðið fyrir barðinu a glæpamönnum. Orðið fyrir því að ráðist hafi verið á þá sjálfa, fjölskyldu, vini, kunningja eða vinnufélaga. Ein ástæðan er léleg löggæsla.Valdaskiptin Þegar svartir menn tóku við stjórninni í Suður-Afríku fyrir 15 árum hófust þeir handa við að leiðrétta hlut síns fólks eftir aldalanga aðskilnaðarstefnu og misrétti. Það verður að segjast eins og er að það hefur ekki tekist vel í öllum tilfellum. Það var til dæmis tekin upp jákvæð mismunun. Í henni felst meðal annars að ef svartur maður og hvítur sækja um starf hjá hinu opinbera fær sá svarti starfið. Menntun og reynsla skiptir engu máli. Sá hvíti getur haft háskólamenntun og mikla starfsreynslu á umræddu sviði. Það dugar ekki til. Sá svarti þarf aðeins að lýsa því yfir að hann vilji læra starfið, og það er hans. Þetta hefur náttúrulega valdið endalausum vandræðum í stjórnsýslunni. Þar úir og grúir af fólki sem rædur engan veginn við starf sitt.Hvítir flýja Þetta hefur einnig valdið því að hvítir menn hverfa frá störfum, þar sem þeir eiga enga möguleika á stöðuhækkunum og starfsframa. Þeir flytja úr landi i stórum hópum. Um ein milljón hvítra manna hafa flúið land síðan svertingjar tóku við stjórn landsins. Það eru um 20 prósent af hinum hvíta hluta þjóðarinnar. Og þeim fjölgar stöðugt sem flytja á brott í hverjum mánuði. Þeir flytja til enskumælandi landa; Bandaríkjanna, Bretlands, Nýja Sjálands, Ástralíu og Kanada. Þar er þeim tekið opnum örmum með menntun sína og reynslu. Þetta á meðal annars við um lögregluna. Svo við víkjum aftur að glæpatíðninni sem ég nefndi í upphafi. Þar hafa margreyndir og hámenntaðir hvítir lögreglumenn ekki sætt sig við að frændi lögreglustjórans skyldi hækkaður í tign umfram þá, eftir viku i starfi. Ríkislögreglustjóra landsins hefur raunar verið vikið úr starfi meðan verið er að rannsaka ásakanir á hendur honum um spillingu. Sú rannsókn beinist einnig að Jakob Zuma, forseta Afríska þjóðarráðsins (ANC) og líklegum næsta forseta Suður-Afríku. Það var sérsveit lögreglunnar, "Sporðdrekarnir", sem leiddi þessa rannsókn. Viðbrögð ANC voru að reyna að leggja þessa sveit niður. Lögreglan rædur í dag ekkert við glæpaölduna sem gengur yfir landið. Fyrrverandi lögregluforingi (hvítur) sagði í sjónvarpsviðtali um daginn að lögreglan hefði ekki lengur yfir að ráða þeirri þekkingu og reynslu sem þarf til þess að ná stjórninni af glæpagengjunum.Skipting á landi Eitt af markmiðum hinna svörtu stjórnenda er að svartir bændur fái búgarða til rekstrar. Nelson Mandela, fyrsti svarti forsetinn,lagði upp með það sem veganesti að þar yrðu að vera viljugir kaupendur sem keyptu af viljugum seljendum. Hann lagði mikla áherslu á að Suður Afríka yrði það land sem hvítir og svartir lifði sem jafningaja. Hann lýsti því ákveðið yfir að ekki yrðu liðnar neinar hefndarárásir á hvíta menn. Þetta frá manni sem hvítir höfðu haldið í fangelsi áratugum saman. Ásamt desmond Tutu, erkibiskupi, kom hann á fót Sannleiks- og sáttanefndinni sem átti að tryggja friðsamleg skipti frá stjórn hvítra manna til stjórnar svartra. Það eru líklega ein göfugustu valdaskipri sögunnar. Mikill fjöldi hvítra manna fékk þar fyrirgefningu fyrir ódæðisverk sem þeir frömdu á aðskilnaðartímanum. Og sem þeir hefðu átt að vera fangelsaðir fyrir. En Nelson Mandela er ekki lengur forseti Suður-Afríku. Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að ráðherra geti skipað búgarðs- eða húseigendumk að selja eigur sínar, ef það er talið í "þágu þjóðarinnar".Annað Zimbabve? Þetta hefur vakið skelfingu meðal hvítra manna, sem sjá þarna framhald á þeirri stefnu Roberts Mugabe, forseta Zimbabve, að reka hvóta bændur frá búgörðum sínum án nokkurra bóta. Það átti stóran þátt í því að efnahagur Zimbaves hrundi og milljónir manna mega þola hungur í þessu ríki sem eitt sinn var kallað brauðkarfa Afríku. Hvítir bændur í Suður-Afríku segja að ef þessi ályktun verði að lögum muni þeir höfða mál fyrir stjórnarskrárdómstól landsins. En í síðustu kosningum náði ANC slíkum meirihluta að ráðið getur breytt stjórnarskránni upp á sitt einsdæmi. Þannig er málum einnig háttað í Zimbabve. Þar fóru bændur með sitt mál fyrir stjórnarskrárdómstólinn, án árangurs. Því fer auðvitað fjarri að allir svartir þegnar Suður-Afríku séu ómenntaðir og gagnslausir. Hér er fjölmenn stétt fluggáfaðra svartra menntamanna. Ef marka má greinar eftir þá sem daglega birtast hér í blöðum hafa margir þeirra áhyggjur af því hvert landið stefnir. Menn gjalda sérstakelga varhug við að fela ríkisstjórninni of mikil völd. Enginn býst við að náuverandi ríkisstjórn hefji einhverja herferð gegn landeigendum eða öðru eignafólki. En enginn veit heldur hvernig næsta ríkisstjórn verður, eða hin þarnæsta.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira