Innlent

Jón Magnússon vill kanna hug Frjálslyndra til ESB aðildar

Jón Magnússon þingmaður Frjálslynda flokksins sagði á landsráðsfundi flokksins að hann væri hlynntur því að félögum í Frjálslynda flokknum væri gefinn kostur á því að segja skoðun sína um það hvort rétt sé að farið sé í viðræður við ESB til þess að fá úr því skorið hvaða samningum við næðum.

Hann sagði jafnframt að þó svo að hann væri jákvæður út í aðild að ESB þá skipti það máli hvaða kjör við fengjum við inngöngu. Hann ítrekaði að þó hann væri jákvæður út í aðild þá væri ekki víst að hann samþykkti slíkan samning í atkvæða greiðslu ef hann teldi samningurinn væri okkur óhagstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×