Viðskipti innlent

Eimskip tapaði 865 milljónum í fyrra

Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips.
Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. MYND/GVA

Eimskip tapaði 865 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem birtur var í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að hagnaður af undirliggjandi starfsemi hafi verið um 900 milljónir króna en flugrekstur félagsins skilaði hins vegar 1,8 milljarðar tapi. Eimskip hefur nú selt allan flugrekstur sinn og mun það létta á rekstri félagsins að sögn forsvarsmanna þess.

Bent er á í tilkynningunni að heildarvelta Eimskips á árinu 2007 hafi numið 139 milljörðum króna sem er þreföldun frá árinu á undan, en þá var hún 48 milljarðar. Þá námu heildareignir félagsins í lok árs um 235 milljörðum króna og var eigið fé um um 43 milljarðar króna.

Baldur Guðnason, forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands, segir í tilkynningunni ljóst að flugrekstur hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins undanfarin ár. ,,Eimskip hefur nú selt alla flugrekstrartengda starfsemi og mun það létta á rekstri félagsins. Því má gera ráð fyrir bættri afkomu í framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×