Viðskipti innlent

Flaga hækkar um 108 prósent á tveimur dögum

Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu.
Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu. MYND/ÞÖK

Flaga heldur áfram flugi sínu í Kauphöll Íslands og í dag hækkaði félagið um rúm 33 prósent. Í gær hækkaði félagið um nærri 57 prósent.

Eimskipafélag Íslands hækkaði næstmest í viðskiptum dagsins eða um 4,33 prósent en Kaupþing, sem tilkynnti í dag að hætt hefði verið við kaup á hollenska bankanum NIBC, hækkaði um 0,78 prósent. Þá hækkaði Exista, einn af stóru hluthöfunum í Kaupþingi, um 0,36 prósent.

Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu, sagði í samtali við Vísi í dag enga sérstaka skýringu vera á hækkun félagsins að undanförnu fremur en á lækkun félagsins síðustu viku.

SPRON lækkaði hins vegar mest allra fyrirtækja í dag, eða um 2,85 prósent og þar á eftir kom Landsbankinn sem lækkaði um 1,41 prósent. Teymi lækkaði um 1,18 prósent og FL Group um 1,16 prósent í viðskiptum dagsins.

Úrvalsvísitalan stendur í 5541 stigi og lækkaði um 0,21 prósent í dag. Hins vegar styrktist gengi krónunnar lítillega, eða um 0,05 prósent og er gengisvísitalan nú 125,8 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×