Viðskipti innlent

Lánshæfismat bankanna stefnir í lækkun

Sigurjón Þ. Árnason hafði ástæðu til að gleðjast yfir afkomu Landsbankans árið 2007.
Sigurjón Þ. Árnason hafði ástæðu til að gleðjast yfir afkomu Landsbankans árið 2007.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur tekið til athugunar lánshæfismatseinkunn Landsbankans og Glitnis Aa3/C með mögulega lækkun í huga. Lánshæfismat Kaupþings er enn í skoðun með hið sama í huga. Moody's segir að mat þeirra byggist á versnandi afkomuhorfum bankanna þriggja á árinu 2008. Hins vegar hefur einkunn vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga allra bankanna, P-1, verið staðfest, en það er jafnframt hæsta einkunn sem gefin er af Moody's.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×