Viðskipti innlent

Straumur greiðir tæpa sex milljarða í arð

Björgólfur Thor Björgólfsson er stjórnarformaður Straums.
Björgólfur Thor Björgólfsson er stjórnarformaður Straums.

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka leggur til að greiddar verði um 5,8 milljarðar íslenskra króna, eða 50 milljón evrur, í arð til hluthafa. Þetta kemur fram í aðalfundarboði félagsins, en ráðgert er að halda fundinn þann 15 apríl næstkomandi.

„Arðurinn nemur 30% af hagnaði félagsins árið 2007 eftir skatta og samsvarar um það bil 0,0047 evrum á hlut. Arðurinn greiðist hluthöfum með hlutabréfum í Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf. þann 13. maí 2008 og skal gengi hlutanna (og þar með fjöldi hlutabréfa sem greidd eru í arð) taka mið af meðalverði viðskipta með hluti í bankanum á aðalfundardegi," segir í aðalfundarboði.

Þá segir að rétt til arðs eigi þeir sem eigi hlutabréf í félaginu við lok viðskipta á aðalfundardegi. Arðleysisdagur sé því dagurinn eftir aðalfundardag. Því sem eftir standi af hagnaði ársins skuli ráðstafað til hækkunar á eigin fé bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×