Viðskipti innlent

Hafnar því að verið sé að fegra stöðu Baugs

Gunnar Sigurðsson er forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson er forstjóri Baugs.

Um 85% af eignasafni Baugs er utan Íslands og eðlilegt er að uppbygging félagsins sé áfram erlendis, að mati Gunnars Sigurðssonar, forstjóra Baugs.

Gunnar var gestur Sindra Sindrasonar í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í dag. Hann sagði að tækifæri væru fyrir Baug að markaðssetja vörumerki eins og Karen Millen og House of Fraiser í Asíu og Mið-Austurlöndum.

Gunnar hafnar því að þær tilfærslur sem sagt var frá í gær, með þvi að færa fjárfestingar sínar í fjölmiðlum, tækni og fjármálum til tveggja félaga, tengdum Baugi, væru gerðar til þess að fegra bókhald Baugs Group. Hann sagði jafnframt að Baugur væri vel statt félag.

Þá sagði Gunnar að uppbygging Baugs undanfarin fimm ár, í skugga Baugsmálsins, hefði tekist gríðarlega vel til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×