Viðskipti innlent

Forstjóri Baugs í hádegisviðtali Markaðarins

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, verður í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í dag. Baugur Group hefur lokið við að endurskipuleggja eignasafn sitt á þann veg að félagið muni nú einbeita sér alfarið að fjárfestingum í smásölu.

Þá hefur Baugur gert samkomulag um sölu á fjárfestingum sínum í fjölmiðlum, tækni og fjármálum, þar með talið á hlut félagins í FL Group, til tveggja nýrra, sjálfstæðra félaga. Umfang þessara viðskipta eru um 65 milljarðar króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×