Viðskipti innlent

Bland í poka á markaðinum við opnun

Úrvalsvísitalan féll um 1,74% í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Munar þar mestu um að hlutir í Kaupþingi lækkuðu um rétt rúmt prósent. Stendur vísitalan nú í 5.299 stigum.

Mesta hækkun hefur orðið hjá SPRON eða 5%, Exista hefur hækkað um 2% og Landsbankinn um 0.5%.

Auk Kaupþings lækkaði gengi Century Aluminum um 2,6% og Atorku um 0,2%.

Þá hefur gengið fallið um tæpt prósent í fyrstu viðskiptum og stendur gengisvísitalan í 146 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×