Innlent

Jafnréttisþing haldið í janúar

Jóhanna Sigurðardóttir. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð boða til jafnréttisþingsins í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Jóhanna Sigurðardóttir. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð boða til jafnréttisþingsins í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Jafnréttisþingi sem var frestað í haust verður haldið 16. janúar í Hótel Nordica. Það eru félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð sem boða til þingsins í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Drög að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu.

Jafnréttisþingið átti að fara fram 7. nóvember. Ólíklegt þótti að þingið næði markmiðum sínum í því óvissuástandi sem ríkti í efnahagsmálum þjóðarinnar þar sem fjölmargir þeirra sem félagsmálaráðuneytið vildi virkja þar til umræðu voru bundnir við að ráða fram úr aðkallandi úrlausnarefnum sem tengdust þeim aðstæðum sem ríktu á fjármálamarkaði ákvað ráðuneytið 20. október að fresta þinginu. Sú ákvörðun var gagnrýnd, meðal annars af Sóleyju Tómasdóttur varaborgarfulltrúa Vinstri grænna.

Á jafnréttisþinginu í janúar verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem launajafnrétti kynjanna, kynbundið ofbeldi, jafnrétti í atvinnulífi, karla og jafnrétti og jafnréttisstarf í skólum.

Þingið verður öllum opið, en samkvæmt lögum skal sérstaklega boða til þess alþingismenn, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðar og fulltrúa frjálsra félagasamtaka sem hafa jafnréttismál á stefnuskrá sinni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×